fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Óttast það versta – Næstu dagar verða afgerandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 07:15

Frá Peking. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Í lok janúar var borgin lokuð af til að hægt væri að hemja útbreiðslu veirunnar. En hún hafði þá þegar borist út fyrir borgarmörkin og hefur síðan dreifst um allan heim. Kínverjar náðu síðan góðum tökum á faraldrinum og nýsmitum og dauðsföllum fækkaði mikið, þar til nú.

Nú óttast yfirvöld að önnur bylgja faraldursins sé skollin á. Þann 11. júní var fyrsta smitið í tvo mánuði staðfest í Peking. Síðan hafa 137 smit verið staðfest. Mörg þeirra hafa verið rakin til Xinfadi-markaðarins í borginni. Frá 30. maí hafa 200.000 manns lagt leið sína þangað.  Bloomberg skýrir frá þessu og segir jafnframt að veiran hafi nú þegar borist til nágrannabyggða Peking.

Þetta er mikið áfall fyrir yfirvöld sem höfðu lýst yfir sigri í baráttunni við veiruna og opnað vinnustaði á nýjan leik. Nú verður að taka skref aftur á bak í baráttunni við veiruna.

Ákveðið hefur verið að loka skólum í borginni sem og íþróttamannavirkjum. Einnig hafa ákveðin hverfi í borginni verið sett í sóttkví, það eru hverfi þar sem talið er að smithættan sé mikil eða í meðallagi mikil. Margir hafa einnig verið beðnir um að vinna heima á næstunni.

Kínverjar geta tekið sýni úr 90.000 manns á sólarhring og nú eru tekin um 70.000 sýni á sólarhring í Peking. Wu Zuyou, sóttvarnarlæknir landsins, sagði í vikunni að niðurstaðan úr þessum sýnatökum muni skera úr um hvort nýr faraldur sé hafinn í borginni.

Zeng Guang, háttsettur sérfræðingur hjá heilbrigðisyfirvöldum landsins, telur að miklar líkur séu á ”væg önnur bylgja” sé skollin á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim