Stemningin var góð, brosin breið og handtökin þétt. Það var þá. Tveimur árum eftir leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un, sem fram fór í Singapúr, þar sem ákveðið var að Kim Jong-un ætti að fjarlæga öll kjarnorkuvopn sín af Kóreuskaganum, eru viðræðurnar aftur komnar á byrjunarstig.
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Son-gwon, nýtti nýlega tækifærið til þess að fara yfir stöðuna. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áhyggjur af því hvernig sambandið við Bandaríkin hefur þróast og að það versni hratt.
Stjórnin sakar Bandaríkjamenn um að vera harðákveðnir í því að gera sambandið verra, að sameiginlegur draumur þjóðanna um frið og velferð hafi breyst í martröð.
Leiðtogafundurinn í Singapúr, sem fram fór þann 12. júní 2018, vakti vonir um stöðugleika í kjarnorkumálum. Skyndilega höfðu vinalegar viðræður tekið við af áralöngum hörðum orðaskiptum landanna á milli og prófun á kjarnorkusprengjum, sem áttu að ná til Bandaríkjanna. En það gerðist ekki mikið. Vandamálið lá alltaf í smáatriðunum. Donald Trump og Kim Jong-un gerðu vissulega sem sér samkomulag um að vinna að því að eyða kjarnorkuvopnum í Kóreu. Ekkert kom þó fram í samkomulaginu um það hvernig framkvæma ætti þessa eyðingu, hver ætti að hafa eftirlit með henni eða hvað Bandaríkin ættu að gera í staðin.
Á öðrum leiðtogafundi, sem fram fór í Hanoi í febrúar 2019 reyndu samningsaðilar aftur að komast að samkomulagi, en það gekk ekki. Þriðji fundur þeirra fór fram við landamæri Norður og Suður-Kóreu, við það tækifæri bauð Kim Trump að stíga yfir landamærin, tilgangur þessa fundar var þó aðallega að ná góðum myndum af leiðtogunum tveimur.
Reyndin er sú að enn er jafn langt á milli samningsaðila og áður. Kim Jong-un hefur reynt að knýja fram nýjar samningaviðræður með ögrunum. Sífellt koma fram nýjar skýrslur um að stjórnvöld í Norður-Kóreu segi ekki satt frá og að kjarnorkuvopnaáætlun þeirra sé enn í gangi. Fjölmiðlar þar í landi fagna því einnig reglulega að verið sé að prófa ný vopn.
Trump er þó enn á þeirri skoðun að hann eigi í góðu sambandi við Kim Jong-un, sem hann kallaði einu sinni „litla eldflaugamanninn“ og hótaði honum með stóra kjarnorkuvopnahnappinum sínum. Nú segir hann að þeir eigi í vinsamlegum samskiptum. Trump eignar sjálfum sér heiðurinn af því að síðan fundur leiðtoganna fór fram í Singapúr hafa Norður-Kóreumenn ekki prófað kjarnorkuvopn eða langdrægar flaugar.
Á meðan Trump heldur því fram að hann hafi leyst kjarnorkuvandann verður sífellt erfiðara fyrir yfirvöld í Pyongyang að fá hann til þess að viðurkenna að Bandaríkjamenn vilji bara að Norður-Kórea hætti að leika sér með kjarnorkuvopnin sín.
Nú getur Kim aftur á móti gert ráð fyrir því að Kínverjar muni aftur halda verndarhendi yfir stjórn hans. Kínverjar hafa tekið þátt í refsiaðgerðum Sameinuðu Þjóðanna, en með versnandi samskiptum á milli Washington og Peking aukast líkurnar á því að Kínverjar dragi sig út úr aðgerðunum og verði líflína Norður-Kóreu. Kína hefur engan ávinning af því að stjórnvöld Norður-Kóreu missi völdin og skapi ringulreið á sameiginlegum landamærum þjóðanna.