fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Fundu átta fjöldagrafir í Líbíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júní 2020 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að stjórnarherinn í Líbíu náði bænum Tarhuna á sitt vald fundust fjöldagrafir þar og 160 lík í kapellu. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta vera hryllilegar fréttir. Stjórnarherinn náði yfirráðum á svæðinu eftir að uppreisnarher undir forystu Khalifa Haftar hörfaði.

Sendinefnd SÞ í Líbíu skrifaði á Twitter að hún hafi haft spurnir af því að minnst átta fjöldagrafir hafi fundist síðustu daga, flestar í Tarhuna. Einnig segir í tístinu að yfirvöld verði nú þegar að hefja opna og gagnsæja rannsókn á fjöldagröfunum.

Tarhuna er suðaustan við höfuðborgina Trípólí og náði stjórnarherinn bænum á sitt vald 5. júní.

Fréttamaður AFP hafði aðgang að svæði þar sem fjöldi líka fannst og segir hann að fatnaður fólks hafi verið á dreif í kringum nýtekna gröf.

Forstjóri sjúkrahúss í Tarhuna segir að 160 lík hafi fundist í kapellu þegar stjórnarherinn náði bænum á sitt vald. Líkin voru flutt til Trípólí og Misrata og sá Rauði krossinn um það.

Á fimmtudaginn ákvað dómsmálaráðherra landsins að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að rannsaka málin.

Tarhuna gegndi mikilvægu hlutverki fyrir uppreisnarher Haftar í baráttu hans við ríkisstjórn landsins. Rússland, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin styðja uppreisnarherinn. Stjórnarherinn hefur sótt hart að herjum Haftar  að undanförnu og hefur notið aðstoðar Tyrkja í þeirri sókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum