CNN skýrir frá þessu. Vísindamenn segja að styttan sé í ótrúlega góðu ástandi. Hún fannst í Henan í Kína, við bæinn Lingjing, og hafa vísindamenn staðfest að hún hafi verið gerð með handafli. Það getur verið erfitt að sjá með berum augum en styttan sýnir lítinn fugl á stalli. Talið er að stél fuglsins hafi vísvitandi verið gert stærra en það ætti í raun að vera til að tryggja jafnvægi styttunnar svo hún myndi ekki falla fram fyrir sig.
„Þessi uppgötvun sýnir upprunalega listhefð og færir okkur 8.500 árum lengra aftur í tímann varðandi kínverska list.“
Segja vísindamennirnir sem segja einnig að styttan sé öðruvísi, bæði hvað varðar stíl og tækni, en munir sem hafa fundist í Evrópu og Síberíu og geti verið týndi hlekkurinn í að rekja kínverska listsköpun aftur á steinöld.
Það voru fornleifafræðingar frá Shandong háskólanum í Kína sem unnu að fornleifauppgreftrinum ásamt fornleifafræðingum frá Frakklandi, Ísrael og Noregi.
Styttan er þó ekki elsti manngerði hluturinn sem hefur fundist því fundist hafa styttur, úr fílabeini mammúta, sem eru taldar vera rúmlega 40.000 ára.