fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Á klósettsetan að vera uppi eða niðri? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa kynin tekist á um hvort klósettsetan eigi að vera uppi eða niðri þegar fólk hefur lokið erindum sínum á klósettinu.  Sitt sýnist hverjum en nú hafa enskir hreinlætissérfræðingar kveðið upp dóm í málinu, eflaust dóm sem margir hafa beðið eftir með óþreyju.

Það er hægt að upplýsa strax í upphafi að ekki er annað að sjá en konurnar hafi unnið stóran sigur miðað við dóminn, að minnsta kosti þegar kemur að notkun á klósettum utan heimilisins. Sérfræðingarnir segja að setan eigi alltaf að vera niðri, einnig þegar karlar ætla að pissa en það þýðir auðvitað að þeir þurfa að setjast þegar þeir tæma blöðruna.

En hins vegar segja þeir að það eigi alltaf að skilja lokið eftir uppi, það er kannski smá huggun harmi gegn fyrir karlmenn.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail sem ræddi við hreinlætissérfræðinga um hvernig á að draga úr líkunum á smiti þegar farið er á klósett utan heimilisins. Umfjöllunin er að sjálfsögðu tengd heimsfaraldri kórónuveiru.

Michael Barnish, læknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, sagði að þegar fólk notar klósett annars staðar en heima hjá sér eigi alltaf að setjast. Með því dreifist mun minna af dropum um baðherbergið og auk þess sleppi fólk við að snerta setuna. Á móti er mælt með að lokið sé alltaf látið standa opið, einmitt til að þurfa ekki að snerta það.

Sérfræðingarnir sögðu að baðherbergin væru kjörlendi fyrir veiru til að dreifa sér. Þeir ráðleggja fólki einnig að sleppa því að taka persónulega hluti á borð við farsíma, töskur og veski með inn á baðherbergið. Ef þess sé nokkur kostur sé gott að sleppa því að snerta slökkvarann til að kveikja ljósið og takkann til að sturta niður.

„Notið pappír eða sótthreinsandi klút.“

Þeir segja einnig að það sé góð hugmynd að setja handspritt á hendurnar áður en farið er inn á klósettið og að þvo hendurnar vel með sápu í 25 sekúndur áður en klósettið er notað. Þeir segja einnig að best sé að koma sér eins fljótt út af baðherberginu og kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn