fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ein stærsta morðgáta Svíþjóðar leyst – Morðinginn bjó við hliðina á lögreglumanninum sem stýrði rannsókninni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 05:45

Daniel Nyqvist. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku leystust tvær af stærstu morðgátum Svíþjóðar á síðari tímum. Saksóknari skýrði þá frá því að Stig Engström, oft kallaður Skandimaðurinn, hafi myrt Olof Palme, forsætisráðherra, í febrúar 1986. Hitt málið snýst um morðið á hinum átta ára Mohamad Ammouri og Anna-Lena Svenson, 56 ára. Þau voru stungin til bana að morgni 19. október 2004 í íbúðarhverfi í Linköping. Morðinginn stakk af en skildi morðvopnið eftir.

Samkvæmt umfjöllun sænskra fjölmiðla þá hefur einfarinn Daniel Nyqvist, sem nú er 37 ára, játað að hafa myrt Mohamad og Anna-Lena. Hann á engan sakaferil að baki og tókst í öll þessi ár að leynast sjónum lögreglunnar. Hann bjó aleinn í íbúð í Linköping en hann er þaðan. Lögmaður hans, Johan Ritzer, sagði í samtali við TT að skjólstæðingur hans hafi játað morðin og hafi gefið í skyn að það sé ákveðinn léttir að upp um hann komst.

13.000 ábendingar

Í 16 ár tókst Daniel að leynast fyrir lögreglunni með því að halda sig út af fyrir sig, forðast samskipti við annað fólk og með því að lifa mjög hæglátu lífi. Þetta tókst honum þrátt fyrir að lögreglan hafi verið með DNA úr honum og hafi fengið 13.000 ábendingar í málinu. 5.000 manns voru kallaðir til yfirheyrslu en ekki Daniel fyrr en hann var handtekinn í síðustu viku. Daniel líkist mjög teikningu sem var gerð af morðingjanum fljótlega eftir morðin.

Það hefur einnig vakið athygli að árum sama bjó hann í aðeins 50 metra fjarlægð frá lögreglumanni sem stýrði morðrannsókninni um hríð.

Daniel bjó lengi hjá foreldrum sínum en þau létust fyrir mörgum árum. Hann er sagður hafa lifað af smávegis tryggingafé og opinberum bótum síðustu árin.

Bar kennsl á hann

Í janúar sá æskuvinur Daniel fyrrgreinda teikningu af honum og taldi sig þekkja hann á myndinni. Hann gat einnig sagt lögreglunni að Daniel ætti safn af fjaðurhnífum.

Lögreglunni tókst að lokum að staðfesta að Daniel væri morðinginn með aðstoð erfðafræði. Þetta er í fyrsta sinn sem ný DNA-skrá yfirvalda gagnast við lausn morðmáls en auk þess komu ættfræðirannsóknir við sögu.

Með aðstoð fingrafara og fullkomins tölvuforrits var leitað að ættingjum morðingjans. Með þessu tókst að búa til ættartré sem nær allt aftur til átjándu aldar. Út frá því var síðan hægt að rekja sig áfram til Daniel.

Ekki er vitað af hverju hann myrti Mohamad og Anna-Lena en talið er að hann hafi myrt hana þegar hún reyndi að koma Mohamad til bjargar en hann var á leið í skóla þegar Daniel réðst á hann og stakk margoft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót