fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fundu forsögulega uppeldisstöð hvíthákarla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 20:30

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíthákarlar hafa öðlast frægð í gegnum kvikmyndir og sjónvarp enda um stór og mikil dýr að ræða. Alltaf í leit að bráð og með hrikalegar tennur. Tegundin á í vök að verjast vegna veiða, mengunar og lítillar viðkomu. Vísindamenn eiga því erfitt með að rannsaka þessa langlífu tegund.

Nýleg uppgötvun varpar þó örlitlu ljósi á sögu hvíthákarla. Vísindamenn fundu sannanir fyrir að í Coquimbo í Chile hafi verið uppeldisstöð hvíthákarla. Talið er að þar hafi hákarlar hafst við fyrir um 2,5 til 5 milljónum ára. Fjallað er um þetta í Scientific Reports.

Hópur vísindamanna, undir stjórn Jaime A. Villafana hjá Vínarháskóla, rannsakaði tennur hvíthákarla, sem fundust á þremur stöðum í Suður-Ameríku. Þeir komust að því að tennurnar frá Coquimbo voru úr ungum dýrum.

Hluti tannanna sem voru rannsakaðar. Mynd:Jaime Villafaña/Jürgen Kriwet

Vitað er að hvíthákarlar ala afkvæmi sín upp í einhverskonar vöggustofum á grunnsævi. Þar gæta fullorðin dýr afkvæmanna og verja þau fyrir rándýrum þar til þau eru orðin nægilega stór til að geta séð um sig sjálf.

Hvíthákarlar verða kynþroska á milli tvítugs og þrítugs og geta orðið rúmlega 60 ára.

Út frá rannsóknum á tönnunum gátu vísindamennirnir ályktað að hvíthákarlar hafi haft fyrrgreindan hátt varðandi vöggustofuuppeldi á í milljónir ára.

Í dag er vitað um nokkrar vöggustofur hvíthákarla, þar á meðal eina undan ströndum New York. Hún uppgötvaðist 2016 og var það fyrsta uppeldisstöðin í Norður-Atlantshafi sem fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“