fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Eiffelturninn opnar á nýjan leik en lyftan verður lokuð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 14:05

Nú verður aftur hægt að skoða Eiffelturninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Eiffelturninn sé eitt helsta vörumerki Parísar. Hann hefur verið lokaður síðan um miðjan mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en nú verður breyting á. Turninn verður opnaður fyrir almenningi þann 25. júní næstkomandi.

En opnunin verður með öðru sniði en áður því aðeins verður opið upp á aðra hæð og lyftan verður ekki í notkun til að draga úr hættunni á smiti. Gestir turnsins þurfa því að ganga upp 674 tröppur til að komast upp á aðra hæð hans en hún er 115 metra yfir yfirborði jarðar.

Allir eldri en 11 ára þurfa að nota andlitsgrímur.

Rekstraraðilar turnsins segja að lyftan verði opnuð um leið og það sé talið óhætt út frá heilsufarslegum sjónarmiðum.

Efsta hæð turnsins verður lokuð. Lyfturnar sem flytja fólk frá annarri hæð upp á þá efstu er of litlar til að hægt sé að uppfylla kröfur um fjarlægð á milli fólks. Vonast er til að hægt verði að opna efstu hæðina síðar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga