fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Ný pláneta fundin – Líkist jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júní 2020 16:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur fjarlægrar plánetu, sem líkist okkar, gefur vísindamönnum, sem leita byggilegra pláneta í öðrum sólkerfum, aukinn kraft.

Órafjarri, í um það bil 3.000 ljósára fjarlægð, nálægt stjörnunni “Kepler 160”, sem minnir um margt á okkar sól, hafa vísindamenn kannski fundið plánetu, sem minnir á jörðina.

Allt bendir til þess að plánetan, sem hefur hlotið nafnið ”KOI-456.06, komist næst því að vera byggileg pláneta eins og okkar, MIT Technology Rewiew skýrir frá þessu.

Hún er nefnilega á 378 daga sporbaug um stjörnuna, á byggilegu svæði, þar er ekki og heitt og ekki of kalt. Plánetan fær næstum ein mikla lífsgefandi birtu og jörðin okkar, eða um 93%.

Hættulegt að búa nærri rauðum dverg

Fram að þessu, hefur sú pláneta sem hefur komist næst því að vera byggileg, verið Prixima b” sem er á sporbaug um stjörnuna “Proxima  Centauri”, sem er svokallaður rauður dvergur, sem er töluvert minni en okkar sól.

Fram að þessu hafa flestar þeirra pláneta sem fundist hafa verið í nágrenni rauðra dverga. En það er einmitt nálægðin við rauða dverga sem getur verið byggilegum plánetum svo hættuleg. Byggilega svæðið er mun nær stjörnunni og þar með nær segulsviði hennar, en það getur hindrað segulsvið plánetunnar í að vernda andrúmsloftið.

Þess vegna er uppgötvun “KOI-456.04” svo merkileg, þar sem stjörnukerfið líkist okkar mikið, fjarlægð plánetunnar frá stjörnunni er svipuð og fjarlægð jarðarinnar frá sólinni. Þar með er andrúmsloftið stöðugra.

Kannski ekki pláneta

En eins og með margt annað í heimi vísindanna er ekkert öruggt. Nú eru stjörnufræðingar um 85% vissir um að ”KOI-456.04” sé í raun pláneta. Það getur gætt einhverrar ónákvæmni í tækjum geimsjónaukans Kepler. Til þess að vera samþykkt sem pláneta þurfa vísindamenn að vera 99% vissir, en til þess þarf að vera hægt að skoða plánetuna betur.

Búist er við því að nýr geimsjónauki NASA, James Webb, muni geta skoðað plánetuna betur. Ráðgert er að senda hann á loft í mars 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?