fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Styttur af þrælahöldurum eiga það á hættu að vera velt af stöllum sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 16:00

Hér stóð styttan af Edward Colston. Mynd:EPA-EFE/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að styttu af þrælahaldara var hent í á í Bristol, er farin af stað bresk hreyfing sem vinnur að því að fjarlægja minnismerki sem sýna kynþáttafordóma. Gömul barátta er því hafin á nýjan leik í Oxford.

Um 2.000 manns höfðu safnast saman í Oxford, en hávaðinn frá lögregluþyrlunni, sem flaug yfir hópinn fyrir framan Oriel College við Kings Street í Oxford, var það eina sem heyrðist. Hinir fjölmörgu mótmælendur krupu táknrænt á hné, héldu krepptum hnefa á loft og þögðu í nákvæmlega átta mínútur og 46 sekúndur.

Þar er sá tími sem bandarískur lögreglumaður kraup á hálsi George Floyd við handtöku í maí síðastliðnum. Þetta leiddi til dauða George Floyd og hafði í för með sér mikla bylgju mótmæla í Bandaríkjunum og um heim allan.

Síðastliðna viku hafa, víða í Bretlandi,  farið fram fjölmenn mótmæli gegn kynþáttadordómum. Um helgina var mótmæli á 200 stöðum og náðu mótmælin hápunkti í óeirðum í London. 62 lögregluþjónar urðu fyrir meiðslum og um tíma neyddist lögreglan til þess að setja á samkomubann á svæðinu í kringum þinghúsið, Buckingham höll og í nágrenni Downing Street. Sky skýrir frá þessu.

Það voru þó mótmæli í Bristol sem vöktu mesta athygli. Á meðan lögreglan fylgdist aðgerðarlaus með, var styttan af þrælahaldaranum Edward Colston fjarlægð af stalli sínum og hent í ána Avon. Styttan af Edward Colston hefur lengi verið þyrnir í augum Black Lives Matter hreyfingarinnar og vinstrisinnaðra aðgerðarsinna, vegna þátttöku hans í þrælahaldi. Styttan stóð miðsvæðis í Bristol, en Edward Colston var einnig þekktur fyrir að hafa gefið boginni mikinn hluta auðæfa sinna.

Þessi harkalega meðferð á Edward Colston er orðin tákn baráttunnar gegn kynþáttafordómum í Bretlandi, og farið hefur af stað umræða um það hvort fjarlægja eigi styttur eða önnur merki um þá sem tengja má þrælahaldi eða sem myndu, með augum nútímans, teljast kynþáttahatarar.

Sadiq Khan, borgarstjóri í London, lýsti því yfir að farið verði yfir öll kennileiti sem fallið gætu í þennan flokk. Á þriðjudag var svo styttan af þrælahaldaranum Robert Milligan fjarlægð, en hún stóð á West India Quay í London. Borgarstjórinn sagði að hin sorglega staðreynd væri sú að mikið af velmegun Breta megi rekja til þrælahalds, það þýddi þó ekki að því þyrfti að fagna opinberlega. Borgaryfirvöld víða um Bretland hafa sagt að farið verið yfir þeirra kennileiti og víða hafa verið framin skemmdarverk á styttum. Samkvæmt The Times, hafa hægri öfgamenn sagt að þeir muni verja stytturnar, þess vegna vinnur lögreglan að því að meta hvar gætu orðið læti.

Mótmælin í Oxford á þriðjudag fjölluðu bæði um kynþáttafordóma og um baráttuna um að fá styttuna af Cecil Rhodes, fyrrverandi nemanda við Oriel College, fjarlægða. Borgaryfirvöld í Oxford eru tilbúin til þess að láta fjarlæga styttuna, óski háskólinn þess.

Cecil Rhodes  gerði meðal annars Zambiu og Zimbabwe, sem kallaðist Rhodesia þar til landið fékk sjálfstæði, að nýlendum. Hann var sannfærður um að Bretar væru öðrum æðri og tók fyrstu skrefin í kynþáttaaðskilnaði, en sú stefna var tekin upp í Suður Afríku og þróaðist í aðskilnaðarstefnuna (apartheid). Cecil Rhodes arfleiddi háskólann að hluta auðæfa sinna og þess vegna var reyst stytta af honum.

Fyrir fjórum árum síðan reyndi  hreyfingin ”Rhodes must fall”,  án árangurs að láta fjarlægja styttuna. Í kjölfar atburðanna í Bristol hefur áhuginn vaknað að nýju, nú í samvinnu við Black Lives Matter hreyfinguna.  Mótmælendur söfnuðust saman undir styttunni með skilti sem á stóð, meðal annars ”Rhodes, þú ert næstur” og ”Rhodes must fall”.

Atburðir síðustu daga hafa vakið upp vonir um að nú verði styttan loksins fjarlægð.

Mótmælin vekja ekki alls staðar lukku, innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel hefur sagt að hart verið tekið á mótmælendum og hefur beðið um skýringu á því hvers vegna lögregla greip ekki inn í þegar styttunni var hent í ána. Hún krefst þess einnig að þeir sem beri ábyrgð á þessu verði sóttir til saka.

Í ræðu sem Boris Johnson birti á netinu á mánudag, lýsti hann skilningi sínum á því að víða í samfélaginu finni fólk fyrir miklu óréttlæti og sagði að ríkisstjórnin gæti ekki hunsað þessar tilfinningar, sem ætti í mörgum tilvikum við rök að styðjast. Hann sagði þó að hann gæti ekki sýnt fólki sem réðist að lögreglu og ynni skemmdarverk neinn skilning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“