En það sem forsetinn vill ekki segja landsmönnum er að yfirvöld eru einfaldlega hætt að uppfæra þær og upplýsa almenning um stöðu mála. Í maí greindust til dæmis 50 tansanískir vöruflutningabílstjórar með veiruna þegar þeir komu til Kenía.
Magufuli hefur tekið hart á öllum gagnrýnisröddum og þeir sem voga sér að gagnrýna hann og aðgerðir eða öllu heldur aðgerðaleysi stjórnvalda við heimsfaraldrinum eiga á hættu að vera handteknir og fangelsaðir. Bæði innanlands og utan óttast fólk að stjórnvöld leyni raunverulegri stöðu mála.
Það er þó ekki hægt að segja að Magufuli hafi ekki gert neitt til að reyna að sporna við útbreiðslu veirunnar. Í apríl bannaði hann til dæmis allt farþegaflug til landsins en hann hefur nú opnað fyrir það á nýjan leik og segir að allir sem ekki eru með hita séu velkomnir til Tansaníu.
Hann hefur þvertekið fyrir að láta loka veitinga- og skemmtistöðum sem og bænahúsum og kirkjum. Að hans mati eru moskur og kirkjur afgerandi hluti af því að sigrast á veirunni.
„Við lokum ekki bænahúsum því það er þar sem ekta lækning á sér stað. Kóróna er djöfullinn og getur ekki lifað í líkama Krists. Hún mun brenna samstundis.“
Er hann sagður hafa sagt en hann er með doktorsgráðu í efnafræði.