Það er hópur vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem hefur unnið að þróun bóluefnis gegn COVID-19. Politiken hefur eftir þeim að tilraunir á músum lofi góðu.
Bóluefnið er sagt vera „meinlaus veira“ sem læst vera kórónuveira en hún er hönnuð til að líkjast veirunni sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri. Hún fær ónæmiskerfið til að búa til mótefni sem drepur þessa skaðlausu veiru og einnig kórónuveiruna sjálfa.
Bóluefnið hefur aðeins verið prófað á músum til þessa. Blóðprufur úr þeim sýna að jafnvel þótt blóð músanna sé þynnt mikið þá virki mótefnin, sem þær hafa myndað, fullkomlega.
Ef allt gengur að óskum getur bóluefnið verið tilbúið eftir 18 mánuði.