Hann birti 24 lína ljóð úr bók sinni „The Thrill of the Chase“ á netinu. Ljóðið átti að sögn að vísa á fjársjóðinn og reyndu mörg hundruð þúsund manns að lesa úr því til að komast að hvar hann væri falinn.
Fenn segir að í ljóðinu séu vísbendingar sem vísa á bronskistuna sem hann gróf niður í Klettafjöllunum (Rocky Mountains). Verðmæti innihaldsins er sem svarar til um 130 milljóna íslenskra króna.
Margir reyndu fyrir sér við leit að kistunni í Klettafjöllum og létust fjórir við þá leit.
Á sunnudaginn tilkynnti Fenn að fjársjóðurinn sé fundinn.
„Hann var undir stjörnuþaki í þéttum gróðri í Klettafjöllum og ekki hafði verið hreyft við honum síðan ég faldi hann fyrir rúmlega tíu árum.“
Skrifaði hann á vefsíðu sína.
Hann vill ekki upplýsa hvar fjársjóðurinn var og segir að finnandinn vilji ekki láta birta nafn sitt opinberlega. Hann sendi Fenn mynd af fjársjóðnum til að staðfesta að hann hefði fundið hann.
Fenn hefur áður sagt að markmiðið með þessu hafi verið að fá fólk til að standa upp úr sófum sínum og fara út í óbyggðirnar til að upplifa þær.