Sænskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Það var á októbermorgni 2004 sem Mohamad Ammouri, 8 ára, og Anna-Lena Svenson, 56 ára kennari, voru myrt í Linköping. Mohamad var stunginn til bana þegar hann var á leið í skóla og skömmu síðar var Anna-Lena stungin til bana með sama hníf.
Lögreglan hefur rannsakað málið í 16 ár og nú tókst loks að leysa það. Hinn handtekni er fæddur 1983 og er frá Linköping.
Með aðstoð fingrafara og flókins tölvuforrits tókst lögreglunni að finna fjarskylda ættingja morðingjans. Með þessari aðferð tókst að gera ættartré sem nær allt aftur til átjándu aldar. Í framhaldi af því tókst að tengja það við morðingjann. Peter Sjölund, ættfræðingur, sagði í samtali við Dagens Nyheter að þessi aðferð sé meiri bylting en fingrafararannsóknir og að þetta verði líklega viðtekin rannsóknaraðferð í framtíðinni.