fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svört kona skotin af lögreglunni – Voru að leita að manni sem var þegar í varðhaldi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. júní 2020 22:00

Breonna Taylor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breonna Taylor, bráðaliði, var skotinn til bana af lögreglumönnum sem ruddust inn á heimili hennar í leit að grunuðum manni sem var þá þegar í haldi lögreglunnar. Þetta kemur fram í málshöfðun fjölskyldu Taylor á hendur lögreglunni í Louisville í Bandaríkjunum.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið árla dags þann 14. mars síðastliðinn sem lögreglumenn ruddust inn á heimili Taylor, sem var 26 ára, og skutu hana til bana. Átta skot hæfðu hana. Hún var óvopnuð. Lögreglan segist hafa verið að svara skothríð eftir að lögreglumaður særðist inni í íbúðinni.

Lögmaður Kenneth Walker, unnusta Taylor, segir að Walker hafi skotið að lögreglunni í sjálfsvörn því lögreglumenn hafi ekki gefið til kynna að um lögreglumenn væri að ræða og hafi hann talið að um innbrotsþjófa væri að ræða.

Fjölskylda Taylor hefur nú ráðið hinn fræga mannréttindalögmann Ben Crump til að annast mál hennar. Crump hefur áður rekið mál annarra svartra sem hafa verið drepnir af lögreglunni. Má þar nefna Trayvon Martin og Ahmaud Arbery.

Í stefnunni kemur fram að lögreglan hafi ekki verið að leita að Taylor eða unnusta hennar heldur að grunuðum manni sem var þá þegar í haldi lögreglunnar.

„Breonna Taylor var skotin að minnsta kosti átta sinnum af lögreglumönnum og lést. Hún var engin ógn við lögreglumennina og gerði ekkert sem réttlætir að lést af þeirra völdum.“

Sagði Crump sem segir drápið algjörlega „óafsakanlegt“.

„Við stöndum með fjölskyldu þessarar ungu konu og krefjumst svara frá lögreglunni í Louisville. Þrátt fyrir hörmulegar kringumstæður í kringum andlát hennar hefur lögreglan ekki veitt nein svör um staðreyndir og aðstæður sem leiddu til þessa hörmulega atburðar. Hún hefur heldur ekki tekið neina ábyrgð vegna þessa tilgangslausa dráps.“

Lögreglan í Louisville hefur neitað að tjá sig um málið og segir aðeins að innri rannsókn standi yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú