Samkvæmt frétt CNBC þá hefur bættu bandarískir milljarðamæringar 434 milljörðum dollara við auð sinn frá miðjum mars þar til um miðjan maí. Á þessum tíma var stór hluti samfélaga víða um heim lokaður vegna heimsfaraldursins.
Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hafa hagnast mest á þessu. Bezos um tæpa 35 milljarða dollara og Zuckerber um 25 milljarða.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem er byggð á gögnum Forbes um rúmlega 600 milljarðamæringa. Skýrslan sýnir hversu mikið stærstu og tæknivæddustu fyrirtækin hafa hagnast í heimsfaraldrinum.
Elon Musk, stofnandi Tesla, var meðal þeirra milljarðamæringa sem jók auð sinn einna mest í prósentum. Nettóvirði eigna hans jókst um 48 prósent á tímabilinu og er nú 36 milljarðar dollara. Auður Zuckerberg jókst um 46 prósent á sama tíma og auður Bezos um 31 prósent.