Flaskan er ein þriggja, sem enn eru til í heiminum, af framleiðslu Maison Gautiers frá 1762. Jonny Fowle, sérfræðingur Sotheby‘s í vínum, segir að flaskan innihaldi ekki aðeins frábært koníak heldur sé hún einnig mikilvægur hluti af sögu koníaks.
Hann segist sannfærður um að þrátt fyrir að koníakið sé komið nokkuð til ára sinna sé það drykkjarhæft og hafi haldið „karakter“ sínum í öll þessi ár.
Eins og fyrr sagði er þetta ein af þremur flöskum sem eftir eru af þessari framleiðslu. Þessi flaska gengur undir heitinu „Grand Frere“ (stóri bróðir) en hinar tvær ganga undir heitunum litla systir og litli bróðir. Sú fyrrnefnda er á Gautier-safninu í Aigre í Frakklandi en hin var seld á uppboði í New York 2014.