Samtals búa 27,3 milljónir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. Samanlagt er dánartíðnin því 14,7 á hverja 100.000 íbúa.
Tíðnin er þó mjög mismunandi á milli landanna. Enginn hefur látist í Færeyjum og heldur ekki á Grænlandi.
Í Svíþjóð hafa 3.040 látist, 29,7 á hverja 100.000 íbúa, 99 létust síðasta sólarhring.
Í Danmörku hafa 514 látist, 8,9 á hverja 100.000 íbúa, 8 létust síðasta sólarhring.
Í Finnlandi hafa 255 látist, 4,6 á hverja 100.000 íbúa, 3 létust síðasta sólarhring.
Í Noregi hafa 217 látist, 3,9 á hverja 100.000 íbúa, 1 lést síðasta sólarhring.
Á Íslandi hafa 10 látist, 2,7 á hverja 100.000 íbúa, enginn lést síðasta sólarhring.