fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran er orðin meira smitandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 06:55

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að á undanförnum fjórum mánuðum hefur kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, stökkbreyst og er hún nú orðin meira smitandi en áður. Ef útbreiðsla veirunnar, sem hefur lamað stóran hluta heimsins, minnkar ekki í sumar óttast bandarískir vísindamenn að hún stökkbreytist enn frekar og þar með verði áhrif mögulegra bóluefna enn minni.

CNBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Bette Korber, hjá Los Alamos rannsóknarmiðstöðinni í Nýju Mexíkó og einum rannsakendanna, að þetta séu slæmar fréttir.

„En reynið að missa ekki móðinn af þessari ástæðu. Rannsóknarteymi okkar gat staðfest þessa stökkbreytingu og áhrif hennar vegna mikillar vinnu vísindamanna um allan heim sem gera stöðugt nýjar rannsóknir.“

Enn á eftir að staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar endanlega en vísindamennirnir segja að stökkbreytingin hafi valdið áhyggjum hjá vísindamönnum vegna þeirra 100 bóluefna sem nú er verið að reyna að þróa gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt