fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran er orðin meira smitandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 06:55

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að á undanförnum fjórum mánuðum hefur kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, stökkbreyst og er hún nú orðin meira smitandi en áður. Ef útbreiðsla veirunnar, sem hefur lamað stóran hluta heimsins, minnkar ekki í sumar óttast bandarískir vísindamenn að hún stökkbreytist enn frekar og þar með verði áhrif mögulegra bóluefna enn minni.

CNBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Bette Korber, hjá Los Alamos rannsóknarmiðstöðinni í Nýju Mexíkó og einum rannsakendanna, að þetta séu slæmar fréttir.

„En reynið að missa ekki móðinn af þessari ástæðu. Rannsóknarteymi okkar gat staðfest þessa stökkbreytingu og áhrif hennar vegna mikillar vinnu vísindamanna um allan heim sem gera stöðugt nýjar rannsóknir.“

Enn á eftir að staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar endanlega en vísindamennirnir segja að stökkbreytingin hafi valdið áhyggjum hjá vísindamönnum vegna þeirra 100 bóluefna sem nú er verið að reyna að þróa gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti