CNBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Bette Korber, hjá Los Alamos rannsóknarmiðstöðinni í Nýju Mexíkó og einum rannsakendanna, að þetta séu slæmar fréttir.
„En reynið að missa ekki móðinn af þessari ástæðu. Rannsóknarteymi okkar gat staðfest þessa stökkbreytingu og áhrif hennar vegna mikillar vinnu vísindamanna um allan heim sem gera stöðugt nýjar rannsóknir.“
Enn á eftir að staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar endanlega en vísindamennirnir segja að stökkbreytingin hafi valdið áhyggjum hjá vísindamönnum vegna þeirra 100 bóluefna sem nú er verið að reyna að þróa gegn veirunni.