fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný handtaka í máli Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 06:42

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan handtók í gærkvöldi mann um þrítugt í Osló. Hann er grunaður um aðild að hvarfi og morðinu á Anne-Elisabeth Hagen. VG skýrir frá þessu og segir að lögreglumenn hafi gert húsleit í framhaldi af handtökunni.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn tengist Tom Hagen, eiginmanni Anne-Elisabeth, sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi hennar og jafnvel morði. Sá sem var handtekinn í gærkvöldi er sagður kunnáttumaður á sviði tölvutækni og rafmynta. Lausnargjalds var krafist fyrir Anne-Elisabeth, sem hvar í lok október 2018, og átti að greiða það í rafmynt.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið handtekinn fyrr en til stóð vegna úrskurðar Lögmannsréttarins í gær en hann úrskurðaði þá að Tom Hagen skuli látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan segir að grípa hafi þurft til handtökunnar til að koma í veg fyrir að sakargögnum væri spillt. Ekki sé útilokað að fleiri verði handteknir.

Úrskurður Lögmannsréttarins verður tekinn fyrir af Hæstarétti í dag en Hagen var ekki látinn laus í kjölfar úrskurðarins í gær þar sem lögreglan áfrýjaði honum strax til Hæstaréttar. Lögmannsrétturinn klofnaði í afstöðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún