fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Verði þér að góðu! Frakkar blása út í kórónusóttkví

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 19:15

Confit de canard. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volgt croissant í morgunmat, confit de canard (andalæri) í hádegismat og af hverju ekki að skola kvöldmatnum niður með góðu rauðvíni? Svona hefur staðan hugsanlega verið á mörgum frönskum heimilum í þá rúmlega fimmtíu daga sem útgöngubann hefur verið í landinu því ekki er annað að sjá en franska þjóðin hafi gert mjög vel við sig í mat og drykk. Að minnsta kosti hefur þjóðin þyngst á þessum tíma.

Stór könnun, sem var gerð fyrir IFOP stofnunina og fréttamiðilinn BFM, sýnir að 57 prósent Frakka hafa þyngst um 2,5 kíló að meðaltali síðan landsmenn voru sendir heim 17. mars og sagt að halda sig heima.

Könnunin leiddi í ljós að það er ekki skyndibitafæði sem hefur freistað Frakka mest í útgöngubanninu. Það eru súkkulaði, kjöt og lystaukar fyrir máltíðir sem landsmenn virðast hafa sótt mest í og það í ríflegu magni ef miða má við baðvogina.

Laurence Plymey, rithöfundur og næringarfræðingur, sagði í samtali við BFM að Frakkar væru líklegast ekki eina þjóðin sem kemst að því þessa dagana að sumarfötin eru orðin svolítið þröng. Það hafi legið ljóst fyrir að fólk myndi þyngjast þegar það neyðist til að vera heima um langa hríð. Margir hafi einnig upplifað pirring eða jafnvel ótta vegna ástandsins og þá sé freistandi að sækja í sykur sem einhverskonar mótefni. Einnig hafi útgöngubannið sett miklar hömlur á möguleika fólks til að hreyfa sig.

En nú horfir þetta vonandi allt til batnaðar því frá og með mánudegi verður byrjað að létta á hömlunum og hyggst annar hver Frakki byrja að borða hollari mat þá og 18 prósent ætla í megrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga