fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Lífið eftir heimsfaraldurinn – Fimm hlutir sem verða líklega ekki eins og áður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 06:59

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hefur staðið hafa margir búið við miklar takmarkanir á daglegu lífi. Engin ferðalög, enginn skóli og ekkert félagslíf er meðal þess sem margir hafa upplifað. Nú er byrjað að opna samfélög víða um heim á nýjan leik en margir vísindamenn vara við draumum um að við séum alveg laus við veiruna.

Langt er í að bóluefni verið tilbúið og ekki liggur enn ljóst fyrir hvort og þá hversu lengi fólk myndar ónæmi gegn veirunni ef það smitast af henni og. Þá liggur ljóst fyrir að við eigum langt í land með að ná hjarðónæmi og segja margir vísindamenn að það gerist ekki fyrr en bóluefni gegn veirunni er tilbúið.

Í samantekt Al Arabiya English voru nýlega tekin saman nokkur atriði sem við megum eiga von á að verði ekki eins og áður vegna faraldursins.

Ferðalög. Þrátt fyrir að marga langi eflaust til að leggjast í ferðalög þá mun efnahagskreppa, af völdum heimsfaraldursins, og mikið atvinnuleysi verða til þess að tefja fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn nái fyrri styrk. Í könnun sem Al Arabiya English gerði sögðu 60% aðspurðra að þeir hefðu ekki tækifæri til að ferðast fyrr en fjárhagur þeirra væri kominn í betra horf.

Menntun. Rúmlega 72% nemenda á heimsvísu hafa orðið fyrir áhrifum af lokunum skóla og háskóla. Mörgum prófum hefur verið aflýst og margir skólar hafa gripið til þess ráðs að nota fjarkennslu. Fjarkennsla gæti einmitt orðið hluti af skólagöngu háskólanema í framtíðinni. Hún opnar á möguleikann á að hægt sé að stunda nám í öðrum löndum án þess að þurfa að flytja þangað. Einnig getur þetta orðið til þess að fleiri sleppi við að leggja leið sína í skólann daglega, til dæmis ef aðeins ein kennslustund er á dagskrá þann daginn.

Jarðefnaeldsneyti. Frá því að heimsfaraldurinn brast á hefur eftirspurn eftir olíu á heimsvísu dregist saman um þriðjung. Mörg fyrirtæki í iðnaðinu hafa lagt upp laupana vegna þessa og spurningin er hvort iðnaðurinn muni nokkru sinni jafna sig? Athygli hefur verið vakin á því að nú sé lag að grípa til aðgerða og skipta yfir í umhverfisvæna og endurnýjanlega orku þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast á fullu að nýju.

Hreinlæti. Áður en heimsfaraldurinn braust út var það viðtekin venja, að minnsta kosti á Vesturlöndum, að fólk heilsaðist með handabandi. Líklegt má telja að það sé siður sem leggist nú alveg af. Anthony Fauci, forstjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, sagði nýlega í hlaðvarpi Wall Street Journal að fólk muni aldrei aftur heilsast með handabandi. Margir hafa eflaust tamið sér þann góða sið að þvo sér oft um hendurnar og hugsanlega mun fólk halda því áfram að faraldrinum loknum.

Matvæli. Víða um heim hefur fólk upplifað vöruskort í verslunum. Þetta þýðir að nauðsynlegt er að styrkja alþjóðaviðskipti með matvæli en um leið verður að styrkja innlenda framleiðslu. Einnig verður að horfa til langs tíma hvað varðar breytta viðskiptahætti því margir hafa fært innkaup sín yfir á netið í einhverjum mæli. Samkvæmt könnun Al Arabiya English þá ætlað 69% aðspurðra að halda áfram að versla á netinu þegar heimsfaraldurinn er afstaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Í gær

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“