fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Enn eitt smiteinkenni COVID-19 – Kórónutær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 08:01

Kórónutær. Mynd:Dr. Amy Paller/Northwestern University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem heimsfaraldur COVID-19 geisar lengur koma ný sjúkdómseinkenni fram. Eitt af því nýjast á þeim vettvangi eru svokallaðar kórónutær. Einkennið lýsir sem fjólubláir blettir á fótum og jafnvel höndum.

Þetta hefur TODAY eftir Esther Freeman húðsjúkdómafræðingi á Massachusetts General Hospital í Boston.

Þetta einkenni kemur yfirleitt fyrst í ljós með rauðum eða fjólubláum lit og húðin getur bólgnað eða sár myndast.

Freeman, hefur í samvinnu við American Academy of Dermatology, sett á laggirnar alþjóðlega skrá yfir húðvandamál hjá COVID-19 sjúklingum. Aftonbladet segir að samkvæmt því sem Freeman segi þá séu útbrot á höndum og fótum nefnd í helmingi þeirra tilkynninga sem sendar hafa verið inn í skrána. Miðað við tilkynningar þá sjást einkenni sem þessi oftast hjá börnum og ungmennum en eru þó ekki einskorðuð við þessa aldurshópa.

Kórónutær. Mynd:Dr. Amy Paller/Northwestern University

Rannsóknir á þessu einkenni eru bara rétt nýhafnar en Freeman og fleiri húðsjúkdómafræðingar telja að einkennin eigi að leiða til þess að rannsakað sé hvort fólk sé með COVID-19 því þau geta komið fram áður og jafnvel án annarra sjúkdómseinkenna.

Í fréttatilkynningu segir Amy Paller, húðsjúkdómafræðingur við Northwestern University í Chicago, að hún þekki til 30 tilfella af kórónatám. Ekki sé vitað með vissu hvort þetta tengist COVID-19 en það væri mikil tilviljun ef svo væri ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans