Ekki er enn vitað hver maðurinn er en lögreglunni hafa borist margar ábendingar frá almenningi. Talið er að maðurinn hafi verið um fimmtugt og af evrópskum uppruna. Hann var ekki norskur ríkisborgari segir lögreglan.
Ronny Borge, lögreglustjóri, sagði í samtali við TV2 að lögreglan haldi öllum möguleikum opnum og útiloki ekki að um morð sé að ræða.
„Það væri verst ef um morð væri að ræða. Þá erum við fimm árum á eftir í rannsókninni.“
Sagði hann og bætti við að lögregluna grunaði ekki að um morð væri að ræða en hún útiloki ekki neitt þar til niðurstöður krufningar liggja fyrir.