Í greininni er því haldið fram að Svíar hafi gefist upp í baráttunni við veiruna. Einnig kemur fram að Svíar séu almennt þeirrar skoðunar kórónuveiran ógni ekki fólki. Þær greinar sem birtast á Haqqin um Vesturlönd eru sagðar vera pantaðar af Rússum. Greininn er myndskreytt með sumarmyndum frá því á síðasta ári og upplognum tilvitnunum í íþróttakonuna Joanna Soltysiak.
Hún er sögð hvetja aðra íþróttamenn til að koma til Svíþjóðar því þar gangi lífið sitt vanagang og íþróttaviðburðir fari fram. Einnig segir hún frá lækni, sem er smitaður af veirunni, en sinnir enn störfum sínum á sjúkrahúsi.
Sænska ríkisútvarpið hefur eftir henni að henni hafi brugðið mjög við að frétta þetta og hafi ekki vitað af þessari grein.
„Ég hef ekki rætt við neina fjölmiðla. Þetta er fáránlegt.“
Sagði hún.