fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Er það hér sem sannleikann um mál Anne-Elisabeth er að finna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 07:00

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan leitar nú logandi ljósi að minnisbókum Tom Hagen í þeirri von að þær geti varpað ljósi á hvarf eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf sporlaust frá heimili þeirra í útjaðri Osló í október 2018. Tom er nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um að eiga aðild að hvarfi hennar og væntanlega morði en lögreglan telur fullvíst að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

VG segir að lögreglan hafi lagt mikla vinnu í að reyna að hafa uppi á minnisbókum Tom en hann hefur áratugum saman haldið ítarlegar dagbækur þar sem hann hefur skrifað niður hugsanir sínar og eiginlega flest það er varðar daglegt líf hans.

Lögreglan hefur rannsakað tölvur hans, bæði þær sem fundust heima hjá honum og þær sem fundust á vinnustað hans. VG segir að ekkert, sem gagnast rannsókn málsins, hafi fundist í þeim.

Lögreglan taldi að sögn VG að Tom myndi neita allri vitneskju um hvarf eiginkonu sinnar ef hann væri spurður út í það í yfirheyrslu og því var gripið til þess að hlera síma hans og heimili í þeirri von að hann myndi ræða málið við einhvern.

Tom hefur fram að þessu neitað að vita neitt um hvarf eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm