Miller, sem er sjálfur að jafna sig af COVID-19, ræddi við fréttamenn og sagði að svo fátt starfsfólk væri í fangelsinu að ekki væri hægt að þrífa almennilega né hafa stjórn á föngunum. Stjórnendur fangelsisins hafa boðið fangavörðum áhættuþóknun upp á 1,85 dollara á tímann fyrir vinnu þeirra þessa dagana. 1,85 dollarar svarar til um 270 íslenskra króna.
„Við erum komin yfir sársaukaþröskuldinn í þessu fangelsi. Þessa stundina er þetta hreint helvíti.“
Sagði Miller.
Talið er að fangelsið í Marion sé bara eitt af mörgum fangelsum landsins þar sem ástandið er slæmt vegna COVID-19. Mörg dæmi eru um að sjúkdómurinn hafi lagst illa á fangelsi víða um landið.
Corecivic, einkafyrirtæki sem rekur mörg fangelsi, lét rannsaka sýni úr öllum 2.725 föngunum í Trousdale Turner fangelsinu í Tennessee. 1.299 greindust með smit og það sama á við um 50 starfsmenn. Næstum allir voru einkennalausir.
Alls sitja 2,3 milljónir manna í bandarískum fangelsum og óttast margir að COVID-19 muni leggjast þungt á fangana í þeim sem eru mörg þétt setin og aðstæður ekki alltaf upp á marga fiska.