fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Karlar eru tvöfalt líklegri til að deyja af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að 82% þeirra sem létust af völdum COVID-19 í Danmörku fram til 1. maí voru með aðra sjúkdóma og að meðalaldur þeirra var 82 ár. 9.500 greindust með smit fram til 1. maí.

Það var danska smitsjúkdómastofnunin sem gerði rannsóknina. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það voru tvöfalt meiri líkur á að karlar létust af völdum COVID-19 en konur. Reimar W. Thomsen, yfirlæknir og lektor við Árósaháskóla og Háskólasjúkrahúsið í Árósum, vann að rannsókninni. Í samtali við TV2 sagði hann að þeir sem eru yngri en áttræðir og heilsuhraustir komist oftast í gegnum smit en þeir sem eru eldri en áttatíu ára og með tvo eða fleiri króníska sjúkdóma megi búast við að aldurinn og sjúkdómarnir séu þættir sem spila inn í.

Talsmenn sjúkrahúsanna í Hvidovre og á Norður-Sjálandi sögðu að niðurstöður rannsóknarinnar passi vel við raunveruleikann. Tölurnar staðfesti ekki aðeins það sem hafi sést á þessum sjúkrahúsum heldur einnig erlendis. Ekki sé þó vitað af hverju dánartíðnin sé hærri hjá körlum en konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin