Í samtali við Europe 1 radio sagði hann að fyrirtækið eigi í „alvarlegum fjárhagsörðugleikum“ og að „Renault gæti horfið“.
Síðasta ár var fyrirtækinu erfitt og var rekstrarniðurstaðan sú versta í áratug. Heimsfaraldurinn hefur síðan aukið á vandræðin.
Bílasala hefur dregist gríðarlega saman og mikil truflun hefur orðið á starfsemi bílaverksmiðja en þeim þurfti að loka til að hemja útbreiðslu veirunnar. Renault lokaði 12 verksmiðjum í Frakklandi um miðjan mars en er að opna þær aftur þessa dagana.