fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 05:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski veirufræðingurinn Shi Zhengli, sem stýrir smitsjúkdómadeild veirufræðistofnunarinnar í Wuhan í Kína, segir að COVID-19 sé aðeins toppurinn á ísjakanum hvað varðar veirur. Hún hefur árum saman rannsakað veirur í villtum dýrum og er því oft kölluð leðurblökukonan.

Í samtali við kínversku sjónvarpsstöðina CCTN sagði hún að fleiri veirur séu þarna út, miklu fleiri.

„Þessi óþekkta veira, sem við höfum nú kynnst, er bara toppurinn á ísjakanum. Við viljum koma í veg fyrir að fleiri þurfi að þjást í næsta faraldri smitsjúkdóms. Af þeim sökum verðum við að læra meira um þessar óþekktu veirur sem eru í villtum dýrum.“

Sagði hún og bætti við:

„Við verðum að finna þær áður en þær finna okkur.“

Um leið hvatti hún Kína og aðrar þjóðir til að leggja allt í sölurnar til að afla meiri vitneskju um dularfullar veirur í villtum dýrum.

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Kínverja um að bera ábyrgð á kórónuveirunni, sem nú herjar á heimsbyggðina, því faraldurinn hafi farið af stað þegar veiran barst í fólk frá rannsóknarstofu Shi Zhengli. Þessu vísa Kínverjar algjörlega á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum