fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári var kveikt í teiknimyndastúdíói í Kyoto í Japan og létust 36 í eldsvoðanum. Á miðvikudaginn var Shinji Aoba handtekinn, grunaður um að hafa kveikt eldinn. Hann hefur legið á sjúkrahúsi síðan eldurinn kom upp en hann hlaut lífshættuleg brunasár í eldinum.

Kyodo News skýrir frá þessu.

Auk þeirra 36 sem létust þá slösuðust 33 í eldinum. Þetta er mesta fjöldamorð sögunnar í Japan.

Shinji Aoba var handtekinn á sjúkrahúsinu og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hann hefur játað að hafa kveikt í húsinu sem var þriggja hæða. Svo virðist sem þessi 42 ára maður hafi talið sig eiga í útistöðum við teiknimyndastúdíóið. Japanskir fjölmiðlar segja að hann hafi haldið því fram að starfsfólk stúíósins hafi stolið skáldsögu hans.

Lögreglan í Kyoto segir að brunasár Shinji Aoba og kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að hann var ekki handtekinn fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn