Kyodo News skýrir frá þessu.
Auk þeirra 36 sem létust þá slösuðust 33 í eldinum. Þetta er mesta fjöldamorð sögunnar í Japan.
Shinji Aoba var handtekinn á sjúkrahúsinu og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hann hefur játað að hafa kveikt í húsinu sem var þriggja hæða. Svo virðist sem þessi 42 ára maður hafi talið sig eiga í útistöðum við teiknimyndastúdíóið. Japanskir fjölmiðlar segja að hann hafi haldið því fram að starfsfólk stúíósins hafi stolið skáldsögu hans.
Lögreglan í Kyoto segir að brunasár Shinji Aoba og kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að hann var ekki handtekinn fyrr.