fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 06:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildamynd frá Netflix, segir fyrrum starfsmaður barnaníðingsins Jeffrey Epstein að Bill Clinton, fyrrum forseti, hafi heimsótt níðinginn. Heimildamyndin ber heitið Jeffrey Epstein: Filthy Rich.

Daily Mail skýrir frá þessu. Sá sem skýrir frá þessu heitir Steve Scully en hann bar ábyrgð á síma- og nettengingum á eyjunni Little St. James í Karabískahafinu en Epstein átti hana. Scully segist hafa séð Clinton þar.

„Maður segir við sig sjálfan að maður sé ekki viss og hafi eiginlega ekki séð neitt en það er bara hagræðing á sannleikanum.“

Jeffrey Epstein, sem fyrirfór sér á síðasta ári þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í New York, átti á ævi sinni í kynferðislegu samneyti við fjölda kvenna og segja margar þeirra að hann hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi.

Af þessum sökum lyfta margir brúnum þegar þeir heyra að Bill Clinton hafi verið í slagtogi við Epstein. Clinton neitar að hafa heimsótt eyjuna en hefur viðurkennt að hafa flogið í einkaflugvél Epstein. Hann hefur þó ekki tjáð sig um frásögn Scully.

Ekki kemur fram hvenær Clinton á að hafa heimsótt eyjuna og engar ásakanir hafa verið settar fram á hendur honum um barnaníð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð