Daily Mail skýrir frá þessu. Sá sem skýrir frá þessu heitir Steve Scully en hann bar ábyrgð á síma- og nettengingum á eyjunni Little St. James í Karabískahafinu en Epstein átti hana. Scully segist hafa séð Clinton þar.
„Maður segir við sig sjálfan að maður sé ekki viss og hafi eiginlega ekki séð neitt en það er bara hagræðing á sannleikanum.“
Jeffrey Epstein, sem fyrirfór sér á síðasta ári þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í New York, átti á ævi sinni í kynferðislegu samneyti við fjölda kvenna og segja margar þeirra að hann hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi.
Af þessum sökum lyfta margir brúnum þegar þeir heyra að Bill Clinton hafi verið í slagtogi við Epstein. Clinton neitar að hafa heimsótt eyjuna en hefur viðurkennt að hafa flogið í einkaflugvél Epstein. Hann hefur þó ekki tjáð sig um frásögn Scully.
Ekki kemur fram hvenær Clinton á að hafa heimsótt eyjuna og engar ásakanir hafa verið settar fram á hendur honum um barnaníð.