fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Fóru aðeins fram úr sér í ákafanum við að hefja áætlunarflug á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 18:00

Vél frá Eurowings. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir bíða spenntir eftir að geta farið að ferðast á nýjan leik en hjá þýska flugfélaginu Eurowings fór fólk aðeins fram úr sér í ákafanum. Félagið hóf áætlunarflug á nýjan leik á milli Düsseldorf og Sardiníu á Ítalíu á laugardaginn.

Flug EW9844 hóf sig á loft frá Düsseldorf að morgni laugardagsins og var förinni heitið til Olbia flugvallarins á Sardiníu. Þegar vélin kom inn í ítalska lofthelgi var flugmönnunum tilkynnt að flugvöllurinn væri enn lokaður fyrir umferð farþegaflugvéla. Misskilningur hafði komið upp varðandi opnun flugvallarins og höfðu starfsmenn Eurowings ekki kannað málið nægilega vel.

Flugmenn Airbus A320 vélarinnar flugu þá í hringi í von um að fá heimild til að lenda en án árangurs. Vélinni var þá beint til Cagliari en flugmennirnir ákváðu að halda frekar aftur til Düsseldorf.

Allt tók þetta fjórar klukkustundir og tíu mínútur. Um borð voru tveir farþegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar