Flug EW9844 hóf sig á loft frá Düsseldorf að morgni laugardagsins og var förinni heitið til Olbia flugvallarins á Sardiníu. Þegar vélin kom inn í ítalska lofthelgi var flugmönnunum tilkynnt að flugvöllurinn væri enn lokaður fyrir umferð farþegaflugvéla. Misskilningur hafði komið upp varðandi opnun flugvallarins og höfðu starfsmenn Eurowings ekki kannað málið nægilega vel.
Flugmenn Airbus A320 vélarinnar flugu þá í hringi í von um að fá heimild til að lenda en án árangurs. Vélinni var þá beint til Cagliari en flugmennirnir ákváðu að halda frekar aftur til Düsseldorf.
Allt tók þetta fjórar klukkustundir og tíu mínútur. Um borð voru tveir farþegar.