fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 05:09

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Anne-Elisabeth Hagen hvarf á dularfullan hátt frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, verið boðinn og búinn til að aðstoða lögregluna á sínum eigin forsendum. Nú telur lögreglan að allt hafi þetta verið leikrit af hans hálfu til þess gert að villa um fyrir lögreglunni og blekkja hana.

Tom var handtekinn nýlega, grunaður um aðild að hvarfi og morði á Anne-Elisabeth en var látinn laus nokkrum dögum síðar eftir að Hæstiréttur hafði fellt gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir honum úr gildi. Hann hefur ekki verið samstarfsfús eftir handtökuna.

En áður en til hennar kom var hann mjög samstarfsfús, mætti í allar þær yfirheyrslur sem hann var beðinn um að mæta í, heimilaði lögreglunni að rannsaka heimili hans og sumarhús hátt og lágt. Lögreglan fékk einnig að leita á skrifstofu hans og hlera síma hans.

Hann var beðinn um að láta lögregluna vita ef eitthvað kæmi upp í huga hans sem gæti gagnast við rannsókn málsins. Það gerði hann margoft þar til hann var handtekinn í lok apríl. Samkvæmt umfjöllun Dagbladet viðraði Tom margoft ákveðnar hugmyndir við lögregluna um hvað gæti hafa gerst. Sumar þeirra beindust einnig að nafngreindum aðilum sem gátu að hans mati hafa komið nærri málinu.

Hann er sagður hafa kafað djúpt ofan í eiginn fortíð til að geta veitt lögreglunni upplýsingar um eitthvað úr fortíðinni sem gæti hafa valdið því að eiginkona hans hvarf.

Lögreglan telur hins vegar að allt hafi þetta verið úthugsað til þess að villa um fyrir lögreglunni og að Tom hafi viljað beina athyglinni frá sjálfum sér. Auk þess er Tom sagður hafa verið þver og erfiður viðureignar þegar hann var yfirheyrður og í öðrum samskiptum þrátt fyrir að hafa einnig verið mjög samstarfsfús en þá aðeins á eigin forsendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm