fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hálf milljón breskra barna sveltur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 22:08

Myndin tengist fréttinni ekki beint en sýnir breska fjölskyldu á tímum COVID-19. EPA-EFE/NEIL HALL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátækustu og viðkvæmustu fjölskyldur Bretlands hafa ekki efni á nægum mat handa öllum fjölskyldumeðlimum alla daga. Mörg börn úr þessum fjölskyldum treysta á ókeypis mat, sem þau fá í skólanum, en þar sem skólar eru lokaðir fá þau ekki þessar máltíðir og jafnvel ekkert í staðinn.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Food Foundation, sem annast matargjafir, gerði. Niðurstöðurnar sýna að frá því að bresku samfélagi var meira og minna lokað í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur allt að fimmta hvert heimili ekki getgað útvegað nægan mat handa öllum í fjölskyldunni.

Sumar fjölskyldur neyðast til að sleppa máltíðum en hjá öðrum verða einn eða fleiri að fara svangir í háttinn. Um 1,5 milljón Breta sleppir því að borða heilu dagana því þeir hafa ekki efni á mat. Talið er að á þremur milljónum heimila fái einn eða fleiri of lítinn mat.

631.000 skólabörn frá fátækum heimilum fá ókeypis mat í skólanum. En þar sem skólarnir eru lokaðir fá þau ekkert að borða. Matarmiðakerfi var komið á en það hefur ekki virkað fyrir alla. Food Foundation telur að um miðjan maí hafi aðeins 136.000 börn notið góðs af matarmiðakerfinu. Þá stendur um hálf milljón barna eftir sem ekki fær nægan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga