Talið er að veiran, sem herjar núna, hafi borist í fólk á svipuðum markaði í Wuhan í Kína. Fréttamenn Channel4 heimsóttu markaðinn nýlega og fundu þar mikið af lifandi dýrum, í búrum, frá öllum heimshornum sem voru til sölu. Afrískar skjaldbökur og apar voru þar á meðal.
Sum dýranna eru seld sem gæludýr en önnur enda á matarborðinu. Það er einmitt þess vegna sem margir sérfræðingar óttast að hér geti nýr faraldur átt upptök sín ef ný og áður óþekkt veira berst í fólk.
Það eykur enn á útbreiðsluhættuna að Chatuchak markaðurinn er mikið heimsóttur af erlendum ferðamönnum. Politiken hefur eftir Allan Randrup Thomsen, prófessor í faraldsfræði við Kaupmannahafnarháskóla, að það sé ekki spurning um ef heldur frekar hvenær smit breiðist út á Chatuchak markaðnum. Það getur að hans mati orði miklu verra en það sem gerðist í Wuhan vegna hins mikla fjölda ferðamanna sem myndi þá bera nýju veiruna með sér heim.