Peters skrifaði undir samninginn en hafði greinilega ekki í hyggju að halda sig innandyra eftir að hann kom til O‘ahu þann 11. maí. Hann skráði sig inn á hótel og fór síðan að spóka sig í Waikiki, fór með strætó, stundaði sólböð, fór á brimbretti, tók sjálfsmyndir og birti á Instagram og það varð honum að falli.
Í fréttatilkynningu frá David Ige, ríkisstjóra, kemur fram að Peters sé nú á bak við lás og slá þar sem hann hafði brotið gegn reglum um sóttkví.
„Yfirvöldum var bent á færslur hans á samfélagsmiðlum eftir að fólk sá myndir frá honum þar sem hann var á ströndinni með brimbretti, í sólbaði og á göngu um Waikiki.“
Segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Peters hafi verið handtekinn snemma dags eftir að starfsfólk hótelsins hafði skýrt lögreglunni frá að hann hefði margoft yfirgefið hótelið.
Peters fær harða útreið á samfélagsmiðlum vegna þessa og er meðal annars sagður „heimskingi ársins“ og „sjálfselskasti maður heims“.
Honum verður ekki sleppt úr varðahaldi fyrr en hann reiðir fram 4.000 dollara í tryggingafé en svo mikla peninga á hann ekki til og heldur ekki móðir hans, Marcia Peters, sem er allt annað en sátt við soninn.
„Ég sagði honum að hann mætti ekki fara. Ég bað hann um að fresta fríinu því hann veit hvað er að gerast í Bandaríkjunum og um allan heim.“
Sagði hún samtali við New York Post.
This fucking asshole deleted his Insta account (@tariquepeters). Not only an asshole, a coward, too. Looks like he has an unused twitter account, too. @peters_tarique
Fuck You, Tarique!!https://t.co/C0vW9NtT3z— Cosmos (@CosmosNobel) May 18, 2020
I hope Hawaii gives Tarique Peters a year in jail for putting people at risk. Even his own mom says he shouldn't have gone and violated quarantine. No one should hire or date this guy. What's with all these selfish and entitled young people? https://t.co/KowCzqYaWN
— Booklover848 (@LadyBookworm117) May 17, 2020
Typical cohort that could be an asymptomatic carrier of #coronovirus flaunting the #Quarantine rules of Hawaii #TariquePeters was arrested for violating Hawaii's mandatory 14-day quarantine rule #COVIDIOTS https://t.co/vKIHXxvwXt pic.twitter.com/JSVMWXRyel
— Donna Willis, MD (@drdlwillis11) May 17, 2020