fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Ný spá – Trump mun bíða afhroð í kosningunum í nóvember

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:50

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur gjörbreytt hinu pólitíska andrúmslofti í Bandaríkjunum þar sem forsetakosningar fara fram í byrjun nóvember. Áður en heimsfaraldurinn skall á bentu skoðanakannanir til að Donald Trump, sitjandi forseti, myndi bera sigur úr býtum í nóvember en reiknilíkan sýnir að hann muni bíða afhroð.

Góður gangur í efnahagslífinu hefur verið verðmætasta pólitíska eign Trump fram að þessu en nú er staðan önnur vegna heimsfaraldursins. Atvinnuleysi hefur náð áður óþekktum hæðum, einkaneysla dregst saman og þjóðarframleiðsla dregst saman. Sagan segir að slæm staða efnahagsmála, eins og nú er, skiptir gríðarlega miklu máli fyrir sitjandi forseta sem stefnir að endurkjöri.

Oxford Economics birti nýja kosningaspá á miðvikudaginn sem er byggð á reiknilíkani. Samkvæmt spánni mun Trump bíða „sögulegan ósigur“

Reiknilíkanið vinnur út frá atvinnuleysistölum, hversu mikið ráðstöfunarfé almennings er og verðbólgu til að spá fyrir um úrslit. Samkvæmt niðurstöðunum mun Trump aðeins fá 35% greiddra atkvæða sem er mikill viðsnúningur miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldur en þá hefði Trump fengið 55% atkvæða samkvæmt reiknilíkaninu. Ef niðurstaðan verður að hann fái aðeins 35% atkvæða verður það versta útkoma forsetaframbjóðanda stóru flokkanna í heila öld.

Reiknilíkanið hefur spáð rétt fyrir um úrslit kosninga frá 1948 að árunum 1968 og 1976 undanskildum og að tveir frambjóðendur, George W. Bush og Trump fengu minnihluta greiddra atkvæða en sigruðu samt vegna uppbyggingar kjörmannakerfisins. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“