fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Tveir þriðju hlutar trúaðra Bandaríkjamanna telja COVID-19 vera skilaboð frá guði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. maí 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveiru er að mati tveggja þriðju hluta trúaðra Bandaríkjamanna skilaboð frá guði til mannkynsins. Skilaboðin eru að mati fólksins að við eigum að breyta lifnaðarháttum okkar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem var gerð af University of Chicago Divinity School and the Associated Press-NORC Center for Public Affairs Research. Niðurstöðurnar benda til að fólk leiti að dýpri merkingu í heimsfaraldrinum. The Guardian skýrir frá þessu.

Samkvæmt niðurstöðunum þá hafa 31%, þeirra sem trúa á guð, sterka tilfinningu fyrir að að veiran sé skilaboð til mannkynsins um að breyta lifnaðarháttum sínum. Sama hlutfall telur að svo geti verið að einhverju leyti. Þeir sem teljast evangelistar eru líklegri en aðrir til að hafa sterka trú á þessu eða 43% á móti 28% kaþólikka og þeirra sem aðhyllast hefðbundna mótmælendatrú.

Svart fólk var líklegra en fólk af öðrum kynþáttum til að segja að það telji veiruna vera skilaboð frá guði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi