Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Samkvæmt þeim þá eru eyjarnar toppurinn á eldfjalli sem teygir sig 4.500 metra upp frá sjávarbotni.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hafa verið birtar í vísindaritinu Earth and Planetary Science Letters, kemur fram að vísindamenn telja að Pūhāhonu samanstandi af um 150.000 rúmkílómetrum af grjóti. Aðeins þriðjungur þess er fyrir ofan hafsbotninn. Restin er grafin enn lengra niður í jörðina.
Pūhāhonu er svo þungt að vísindamenn telja að eldfjallið hafi valdið því að jarðskorpan og það sjálft hafi sokkið mörg hundruð metra á milljónum ára.