fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mun sumarhitinn gera út af við kórónuveiruna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 06:46

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að heimsfaraldur kórónuveiru braust út hefur því verið velt upp af sérfræðingum, stjórnmálamönnum og leikmönnum hvort veiran muni deyja út þegar sól hækkar á lofti og hitinn hækkar.

Nú síðast fór töluverð umræða um þetta fram í Bretlandi eftir að Alan Penn, vísindalegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sagði að hann telji að sólarljósið geti hjálpað til við að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. The Telegraph skýrir frá þessu. Haft var eftir Penn að vísindarannsóknir bendi til að það að vera utanhúss í sólskini og góð hreyfing á lofti veiti góða vernd gegn kórónuveirunni.

Hærri hiti getur haft þau áhrif á kórónuveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, að það dragi úr útbreiðslu hennar en hæpið er að hún hverfi algjörlega af sjónarsviðinu segja sérfræðingar. Ljóst sé að hitinn skipti máli en þar sem um mjög smitandi veiru sé að ræða þá sé það ekki afgerandi þáttur.

Ferill veirunnar sýnir að í upphafi lagði hún þyngst á lönd þar sem kalt var í veðri. The Times segir að hópur bandarískra vísindamanna hafi skoðað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að „sláandi líkindi séu varðandi meðalhita“ á þeim svæðum þar sem veiran hefur lagst þyngst á fólk. Auk þess segja þeir að útbreiðslan passi við „lægstu punktana í hinni árlegu hringrás hita“ og að auk þess eigi stórir faraldrar sér stað meðfram sömu breiddargráðum.

En af hverju munum við væntanlega ekki upplifa nánast „kraftaverk“ hvað varðar útbreiðslu veirunnar eins og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur meðal annars rætt um? Til að skilja áhrif hita á veiruna til fulls verður að líta á útbreiðslu hennar, það er að segja töluna sem sýnir hversu marga einn sýktur einstaklingur smitar að meðaltali. Til að stöðva faraldurinn þarf þessi tala að vera lægri en 1, það er að segja að hver smitaður einstaklingur smiti færri en 1 að meðaltali. Í faraldrinum hefur þessi tala víða verið 2 til 3 en yfirvöld reyna að ná henni niður fyrir 1.

Hópur kínverskra vísindamanna reiknaði út hvaða áhrif hiti hefur á þessa smittölu. Niðurstaða þeirra var að fyrir hverja eina gráðu sem hitinn hækkaði um þá lækkaði smittalan að meðaltali um 0,04. Þetta þýðir að hitinn þarf að hækka mjög mikið ef hann á að geta stöðvað faraldurinn. Það er því ljóst að það þarf meira til að stöðva útbreiðslu veirunnar en hækkandi hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga