fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Í skugga heimsfaraldurs er „Stóra kattamálið“ mál málanna í Belgíu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 05:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgía hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveiru og hafa rúmlega 9.000 manns látist þar af völdum veirunnar. Landið er meðal þeirra sem hafa farið verst út úr faraldrinum og dánartíðnin á hverja milljón íbúa er mjög há eða 780. Til samanburðar má nefna að á Spáni, sem einnig hefur farið illa út úr faraldrinum, er tíðnin 600 dauðsföll á hverja milljón íbúa. En þótt ótrúlegt megi virðast þá er heitasta málið í Belgíu í dag mál lítils kettlings.

Kettlingurinn sem um ræðir heitir Lee og kom til Belgíu í byrjun mars. Það var eigandi hans, hin 23 ára Selena Ali, sem tók hann með sér heim en hún hafði tekið þennan götukettling að sér í Perú þar sem hún var við nám. Á þessum tíma var kórónuveiran farin að herja á Belgíu af miklum krafti. Selena fékk að vita að Lee væri ekki velkominn vegna hættunnar á að hann bæri hundaæði með sér.

Hann var bólusettur við hundaæði áður en hann yfirgaf Perú en samkvæmt belgískum reglum þá átti hann að fara í sóttkví í Perú því minna en þrír mánuðir voru í að hann færi til Belgíu. En Selena lét hjá líða að setja hann í sóttkví. Af þessum ástæðum á að aflífa Lee. Þetta hefur farið mjög misjafnlega í landsmenn sem skiptast í fylkingar í þessu máli.

„Í öll þau ár sem ég hef verið í forystu GAIA hef ég aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það er ótrúlegt hversu langt yfirvöld vilja teygja sig í þessum nornaveiðum.“

Sagði Michel Vandenbosch, hjá dýraverndunarsamtökunum GAIA, í samtali við Het Nieuwsblad.

Philippe Houdart, yfirmaður hjá belgíska matvælaeftirlitinu FASFC, segir að ekki sé hægt að vera viss um að Lee sé heilbrigður og muni ekki þróa með sér hundaæði innan nokkurra vikna eða mánaða. Þetta styður landlæknisembættið sem bendir á að ekki megi gleyma því að hundaæði sé banvæn veira, dánartíðnin sé 100%. Ekki sé hægt að taka neina áhættu í þessu máli.

788.000 í sekt á hverri klukkustund

Allt hefur þetta hrundið heitum umræðum af stað í Belgíu og fylgjast margir náið með framvindunni. Þegar leitað var á heimili Selena Ali fannst hvorki tangur né tetur af Lee eða henni. Þau voru farin í felur. Selena, sem leggur stund á nám í sálfræði, er ekki þar með sloppin því matvælastofnunin hefur lagt á hana sekt upp á 5.000 evrur (sem svarar til um 788.000 íslenskra króna) fyrir hverja klukkustund sem líður þar til Lee verður afhentur til aflífunar.

Málið hefur vakið upp mjög sterkar tilfinningar í flæmska hluta landsins þar sem herferð fyrir björgun Lee er rekin undir myllumerkinu #letLeeLive.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í