Í samtali við The Telegraph sagði hann að sá möguleiki sé fyrir hendi að veiran hverfi af sjónarsviðinu af sjálfu sér. Þessi 71 árs Breti útskýrði þetta nánar á Twitter:
„Það er raunverulegur möguleiki á að veiran fjari út áður en bóluefni hefur verið þróað. Við sjáum nánast sama mynstrið allstaðar og ég hef grun um að ónæmið sé stærra en talið er. Við neyðumst til að halda áfram að hægja á útbreiðslu veirunnar en hún gæti dáið út af sjálfu sér.“
Hann tók jafnframt fram að staðan sé enn mjög óljós og því sé mjög mikilvægt að halda áfram að gæta vel að hreinlæti og halda góðri félagslegri fjarlægð.
There is a real chance that the virus will burn out naturally before any vaccine is developed.
We are seeing a roughly similar pattern everywhere – I suspect we have more immunity than estimated.
We need to keep slowing the virus, but it could be petering out by itself.
— Professor Karol Sikora (@ProfKarolSikora) May 16, 2020