Hann sagði hugsanlegt að skilyrt markaðsleyfi yrði veitt á næstu dögum. Remdesivir var þróað 2009 til að meðhöndla lifrarbólgu C. Lyfið hefur verið notað við meðferð ebólusjúklinga en þrátt fyrir góðar væntingar á tilraunastigi virkaði lyfið ekki vel á móti ebólu.
Lyfið er nú þegar notað á sjúkrahúsum víða um heim gegn COVID-19. EMA hefur áður mælt með notkun lyfsins fyrir COVID-19 smitaða.
Stofnuninni er heimilt að gera það þótt lyf sé enn á þróunarstigi og hafi ekki hlotið viðurkenningu en uppfylla þarf ströng skilyrði fyrir því. Til dæmis má ekki vera til annað viðurkennt lyf við þeim sjúkdómi sem á að nota lyfið við.
Rannsóknir hafa sýnt að Remdesivir getur stytt þann tíma sem sjúklingar liggja á sjúkrahúsi.