„Þessir fréttamenn eru hluti af frjálsum fjölmiðlum, ekki áróðursmaskína, og mikilvægar fréttir þeirra upplýsa kínverska borgara og umheiminn.“
Segir í tilkynningunni.
Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong 1997 og var þá gerður samningur um að borgríkið myndi njóta „mikillar sjálfsstjórnar“ næstu 50 árin. Á þeim grunni fékk Hong Kong sérstaka stöðu hjá Bandaríkjunum sem hefur meðal annars átt stóran þátt í að borgin er mikil alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Samkvæmt tilkynningu Pompeo þá hefur hann fengið upplýsingar um að kínversk yfirvöld hafi hótað að skipta sér af störfum bandarískra fréttamanna í Hong Kong.
Fyrir tveimur vikum skýrði hann bandaríska þinginu frá því að utanríkisráðuneytið hefði frestað að skila skýrslu til þingsins um mat á hvort Hong Kong eigi áfram að njóta þeirrar sérstöðu sem Bandaríkin hafa veitt landinu. Það mat er byggt á hvort Hong Kong njóti enn þess sjálfstæðis sem um var samið.