fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Alvarlegur lyfjaskortur í Svíþjóð – Norðmenn koma til aðstoðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er alvarlegur lyfjaskortur í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld hafa því beðið nágranna sína í Noregi um aðstoð og hafa Norðmenn orðið við því og ætla að senda umbeðið lyf til Svíþjóðar.

Samkvæmt frétt Dagbladet setti Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sig í samband við kollega sinn í Noregi, Bent Høie, í síðustu viku og spurði hvort Norðmenn gætu sent Svíum propofol, sem er svæfingalyf, en lyfið er notað við meðhöndlun COVID-19 sjúklinga.

„Ég ræddi við norska heilbrigðisráðherrann og skýrði honum frá stöðu mála í Svíþjóð. Við urðum sammála um að leysa málið eins vel og við gætum.“

Segir í tilkynningu frá Hallengren.

Propofol. Mynd:Wikimedia Commons

Høie sagði í samtali við Dagbladet að í kjölfar samtals hans við Hallengren hafi norska lyfjaeftirlitið heimilað að propofol yrði sent til Svíþjóðar og ætla Norðmenn að senda 2.600 skammta af lyfinu til granna sinna.

Samkvæmt norrænum samstarfssamningi um heilbrigðismál skuldbinda Norðurlöndin sig til að hjálpa hvert öðru ef þau geta.

Staðan varðandi COVID-19 er gjörólík í Noregi og Svíþjóð. Í Noregi hafa 228 látist af völdum sjúkdómsins og um 8.000 smit hafa verið staðfest. Í Svíþjóð hafa rúmlega 3.300 látist og rúmlega 27.000 smit hafa verið staðfest.

Svíum skortir propofol vegna hins mikla fjölda smitaðra en í Noregi er birgðastaðan góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“