Vísindamennirnir ætla að rannsaka 20.000 manns, sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins, og 15.000 manns sem fengu aðeins væg einkenni. Þeir vinna út frá þeirri kenningu að erfðir skipti miklu máli.
„Ég væri til í að veðja um að erfðir skipti miklu máli þegar við ræðum um áhættuna fyrir fólk.“
Hefur Reuters eftir Kenneth Baillie, sem stýrir rannsókninni. Hann telur að erfðamengi fólks muni veita svör við af hverju sjúkdómurinn leggst svo þungt á suma.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, hefur hvatt almenning til að taka þátt í rannsókninni til að hægt sé að fá vísindalega innsýn í sjúkdóminn.