CNN skýrir frá þessu. Fyrsta tilfellið var staðfest 2018 þegar ónæmiskerfi 56 ára karlmanns brást við lifrarbólgu E. Vandinn var bara að sú tegund, sem finnst í fólki, fannst ekki í blóði hans. Þess í stað fannst sú tegund sem er aðeins að finna í rottum.
Þetta var því í fyrsta sinn sem staðfest var að rottu lifrarbólga E., einnig þekkt sem „rottu HEV, væri í manneskju.
Í lok apríl var ellefta tilfellið í fólki staðfest af læknum í Hong Kong. Siddharth Sridhar, hjá Hong Kong háskólanum, var einn þeirra sem staðfesti fyrsta tilfellið og óttast hann að mörg hundruð manns geti verið smitaðir án þess að vita það.
Stóra ráðgátan er síðan hvernig smitið barst úr rottum í fólk. Því hefur vísindamönnum ekki enn tekist að svara en þeir hafa þó ákveðnar hugmyndir um það.
Þeir hafa velt því upp að hugsanlega hafi fólkið drukkið mengað vatn eða snert mengaða fleti. Þetta hefur þó ekki hjálpað neitt við rannsókn á nýjasta smitinu því heima hjá sjúklingnum eru hvorki rottur né rottuskítur. Engir aðrir á heimilinu eru smitaðir og sjúklingurinn hefur ekki ferðast nýlega.