Reuters segir að lánin eigi að hjálpa fyrirtækinu að komast í gegnum heimsfaraldurinn. Fram kemur að bankarnir hafi nú þegar samþykkt að lengja í lánum fyrirtækisins og reiknað er með að aðrir lánveitendur muni einnig gera það.
Samdráttur hafði orðið í sölu Mazdabifreiða áður en heimsfaraldurinn skall á.
Aðrir bílaframleiðendur eiga einnig í vök að verjast vegna heimsfaraldursins. Tesla hefur til dæmis sótt um lán upp á sem nemur um 80 milljörðum íslenskra króna til að tryggja starfsemi sína í Shanghai í Kína.