Indland, sem er næstfjölmennasta ríki heims, er þar engin undantekning en þar hafa 122 milljónir manna misst vinnuna á síðustu sex vikum. 1.400 milljónir búa í landinu.
Í apríl mældist atvinnuleysið í landinu 23,5 prósent en í fyrstu vikunni í maí var það komið í 27,1 prósent að sögn Centre for Monitoring Indian Economy (CMIE). Í mars mældist atvinnuleysið 8,7 prósent og hafði þá ekki mælst svo mikið síðan 2014.
Indversk yfirvöld halda ekki skrár yfir atvinnuleysi en tölurnar frá CMIE eru taldar nokkuð nákvæmar.
Lokun samfélagsins hefur valdið því að milljónir landsmanna hafa streymt frá borgunum heim í sveitirnar því enga vinnu er lengur að hafa.